fimmtudagur, desember 07, 2006
Hvergi óhult
Ég hitt landafræði kennarann minn í Nettó. Hann sagði hæ og brosti. Ég varð skelfingu lostin þar sem þessi maður hefur aldrei brosað til mín.
Kannski er hann búinn að sjá að ég fallinn í landafræði og er þess vegna brosandi.
Illmennið.
En núna er ég ekki að læra jarðfræði. Nei það er ég svo sannarlega ekki að gera.
Ég er líka mjög góð í að gera hlutina ekki.
Og á maður ekki að rækta hæfileika sína?
Vitiði hvað?
Bráðum verður fjörfiskurinn minn orðinn eins árs.
Já hann kemur ennþá. Fer aftur. En kemur alltaf aftur. Tussuskapurinn í þessu kvikindi.
Jarðfræðibók má bíta minn rass.
Tinna - Leti er lífsstíll
tisa at 22:04
2 comments